Af netinu, 21. júní 2019

Ef einhver freistast til að bera saman uppgang fasista í Evrópu við upphaf 20. aldar við stöðu mála í dag þá er þetta holl lesning.

Við hvern væri hægt að ræða gáfulega um stjórnmál, eðlisfræði og Kim Kardashian? Jú, forseta Armeníu.

Þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í Hong Kong er langt í að Kína verði lýðræðisríki – að minnsta kosti ef marka má þennan pistil.

Góðir rithöfundar eru ekki alltaf góðir í að skrifast á við lesendur.

Stephen Wolfram hugleiðir „deepfakes“. (KF.)

Hér rifjar Tímarit Máls & menningar um stórskemmtilegt viðtal sem Kristín Ómarsdóttir tók við Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur.

Innlit í vinnustofu Picassos í París meðan á hernámi nasista stóð. Glatt á hjalla!

Áhugaverðustu frambjóðendurnir í fyrirhuguðum forsetakosningum Bandaríkjanna eru konur af ýmsum uppruna. Kamala Harris er hörundsdökkur saksóknari, afar kalkúleraður ofurheili en líka töff og viðkunnanleg; Elizabeth Warren er lagaprófessor sem fullyrti að hún væri af frumbyggjaættum í Norður-Ameríku (sem var ekki vinsæl yfirlýsing); Tulsi Gabbard er frá Hawai, fyrrum hermaður, og kannski er sú mest spennandi af þessum þremur (hér í The New Yorker-prófílgrein frá 2017).

„Og þótt ég hafi verið ungur og passlega naívur var ég ekki svo vitlaus að vita ekki að þetta yrði hark, ekki bara þetta dæmigerða námsmannahark heldur hark miklu lengur en það. Ég gleymdi bara að gera ráð fyrir góðæri og hruni og síversnandi andverðleikasamfélagi og deyjandi fjölmiðlum og öllu því.“
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um heim sem gerður er úr gleri.

Við náum hátindi starfsferilsins um fimmtugt. Og svo er lífið bara ein salíbuna niður á við – eða hvað?

Hinn geðþekki og bljúgi Yves Chouinard, stofnandi Patagonia-útivistarbúðarinnar, er hér í spjalli við The Guardian. Hann – sem er múltímilljóner – segir að kapítalisminn sé að eyðileggja plánetuna. (SN.)


Fyrir augu og eyru:


Heimildarmynd Martins Scorsese um Rolling Thunder Revue-tónleikatúr Bobs Dylan og fjölda annarra vina hans og listamanna er komin út á Netflix. Magnað tímabil á ferli Dylans (krafturinn í flutningnum er rosalegur) en um leið fyllti áhorfið mig talsverðri depurð; ég horfi svo sjaldan á sjónvarp að mér líður alltaf eins og eftir illa ígrundað fyllerí eftir passífa setu, í bljúgri þögn áhorfandans, fyrir framan suðandi raftæki sem matar mig á skemmtiefni; slíkt er þungbært fyrir mann með skæðan athyglisbrest og djúpa andstyggð á áhorfsvæðingu athyglisgáfunnar. Plús að Dylan, svo sjarmerandi sem hann er þegar hann flytur lögin sín, virkar á köflum pínku kjánalegur og sömuleiðis listamennirnir í kringum hann; það er eins og heimildarmyndin eyðileggi einhverja dulúð og mystík og gæði tónleikatúrinn og tónlistarfólkið of hversdagslegu yfirbragði. Joan Baez kemur best út: virkar heilsteypt. Hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart þessari heimildarmynd – sem þó er auðvitað skylduáhorf fyrir áhugafólk um þennan mikla listamann. (SN.)

Ken Burns, heimildarmyndagerðarmaðurinn frægi, er hér í skemmtilegu viðtali við tónlistarsnobbmiðilinn Pitchfork þar sem hann vegur og metur hvort handahófskenndir hlutir eru of- eða vanmetnir. Þetta eru oftast ekki djúp viðtöl en honum tekst að halda langar og forvitnilegar einræður um tjáningarfrelsi og kántrítónlist sem hafa setið í mér alla vikuna.

Rick Rubin er einn afkastamesti og áhugaverðasti tónlistarpródúsent vorra tíma. Hér er hann í löngu og djúpu viðtali þar sem hann ræðir opinskátt um tónlist, tónlistarsköpun og svo heilsufar sitt. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s