Af netinu, 31. maí 2019

Arnold Schwarzenegger er hér í frekar skemmtilegu viðtali við Financial Times.

Hér er fjallað um rökræðu á milli blaðamannanna Andrew Sullivan og Adam Gopnik sem hafa oft verið hlekkjaðir á þessum vettvangi. Til umræðu er ný bók eftir hinn síðarnefnda um frjálslynd viðhorf í heiminum og hnignandi mikilvægi þeirra.

Halldór Armand fjallar hér um hvað lítið fer fyrir erlendum fréttum í íslenskum fjölmiðlum og hvaða áhrif þessi erlendi fréttaskortur hefur á íslenskt samfélag. Djúpt og gott eins og svo oft hjá honum Dóra.

Kennslustund frá Ian Fleming í þrilleraskrifum.

Þessi maður vill drepast þegar hann er orðinn 75 ára og færir ansi góð rök fyrir afstöðu sinni.

Bókin sem forrit. Forvitnilegar pælingar hér á ferð fyrir bókelska tölvunörda.

Gamalt samtal hér við Murray Gell Mann, frægan eðlisfræðing sem lést nýlega. (KF.)

Ágætis yfirlitsgrein í The New Yorker um David Milch, hugmyndasmiðinn að baki NYPD Blue og höfund Deadwood-þáttanna. Greinilega snjall og víðlesinn náungi – sem nú þjáist af elliglöpum á alvarlegu stigi og talar opinskátt um þá reynslu sína.

Ég er ekki nógu vel að mér í vísindaskáldskap en finnst þó í síauknum mæli að góður samtímaskáldskapur hljóti að falla að einhverju leyti undir þá regnhlíf, eigi hann að endurspegla veröld okkar í dag. Hér velur Tom Hunter, framkvæmdastjóri Arthur C Clarke-verðlaunanna, bestu vísindaskáldsögur ársins 2019 fram til þessa.

Við nálgumst loftslagsvandann og hækkandi yfirborð sjávar með ólíkum hætti – sum okkar kaupa til dæmis skútu í útlöndum, heimili sem flýtur, og sigla henni, ásamt skrautlegri áhöfn, um höfin blá heim til Íslands.

Auður Ava í viðtali við Politiken. (Athugið að hlekkurinn virkar einungis fyrir áskrifendur.)

Frábær grein eftir Meehan Crist um líf og störf rithöfundarins merka Rachel Carson, höfundar Silent Spring og forkólfs í umhverfismálum á síðustu öld. Tilefnið er nýtt safnrit með úrvali verka hennar, gefið út af The Library of America. (SN.)


Fyrir augu og eyru:

Maðurinn sem ég vísaði á í hlekkjalistanum hér að ofan, þessi sem vildi deyja 75 ára, er hér í feykilega góðu samtali við Tyler Cowen í hlaðvarpinu hans góða. Maðurinn heitir Ezekiel Emanuel og er í senn læknir og stjórnmálafræðingur – mjög forvitnilegar pælingar um heilbrigðisþjónustu og lífið sjálft.

Bandaríski blaðamaðurinn David Epstein gaf nýlega út bókina Range: How Generalists Triumph in the Age of Speculation. Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væri enn ein flugvallarbókin – teygð froða sem hefði frekar mátt vera tímaritsgrein – en tvö hlaðvarpssamtöl við höfundinn töldu mér hughvarf svo um munar. Annars vegar þetta og hins vegar þetta. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s