Bækur, 24. maí 2019

Var Tolstoy mesti og besti rithöfundur allra tíma? Hugsanlega. Ég er að lesa þriðju stóru skáldsöguna hans, sem í enskri þýðingu Anthony Briggs nefnist Resurrection, en gæti – líkt og þýðandi bendir sjálfur á í formála – eins borið sama titil og ein þekktasta skáldsaga kollega Tolstoys og samlanda: Glæpur & refsingUpprisa er mögnuð bók og ég skil ekki hvers vegna ég hef aldrei lesið hana fyrr. Ætti maður kannski einungis að lesa rússneskar 19. aldar bókmenntir? Ungur maður á stuttan ástarfund með ungri konu og yfirgefur hana svo í leikfléttu sem ekki er beint til fyrirmyndar. Átta árum síðar er okkar maður skipaður í kviðdóm til að dæma í máli fyrrnefndrar konu. Upp úr dúrnum kemur að skömmu eftir ástarfundi þeirra (og þungun konunnar) seig á ógæfuhliðina hjá henni og síðustu árin hefur hún starfað sem vændiskona í alræmdu gleðihúsi. Nú hefur hún verið sökuð um bæði rán og morð (saklaus). Ungi maðurinn, mikill nautnaseggur, landeigandi og gleðigosi sem tilheyrir forréttindastétt (ólíkt konunni) kennir í brjósti um hana og ákveður að bæta ráð sitt og reyna að forða henni frá dæmdri refsingu (áralangri erfiðisvinnu í Síberíu) með því að giftast henni. Margir hafa borið Tolstoy á brýn að vera of predikandi og siðvandur í framsetningu sinni á söguefninu – bókmenntapáfar hafa ýmist hafið verkið til skýjanna eða traðkað það niður í svaðið – en mér finnst hann hitta á hárréttan tón enn sem komið er. (Búinn með þriðjung og get ekki beðið eftir að komast í framhaldið.) Tolstoy gaf Upprisu út undir lok ritferilsins og hún hefur jafnan fallið í skuggann af hinum stóru skáldsögunum hans, Önnu Karenínu og Stríð & friði. Kannski engin furða, enda er þar um að ræða tvær þekktustu og lofuðustu skáldsögur allra tíma. En jafnvel aukaafurðir Tolstoys skara auðvitað fram úr bestu verkum flestra annarra höfunda. (SN.)

Ég hef eina lesreglu sem ég held alltaf í heiðri. Hún er að ef maður er einhvern tímann í vafa um hvað maður á að lesa næst – þá les maður smá Borges. Ég vissi ekkert hvað ég átti að lesa í vikunni þannig að ég greip í enska þýðingu á verkum hans sem nefnist A Personal Anthology og er úrval verka eftir hann sem hann valdi sjálfur – á víst að vera svona persónulegt Best of Borges. Þar eru smásögur, ljóð og ritgerðir eftir hann sem eru að sjálfsögðu allar frábærar en ég mæli með því að kíkja á þær ágætu íslensku þýðingar sem eru til á verkum hans ef maður hefur ekki kynnt sér hann áður. Ég rak sérstaklega augun í eina ritgerð eftir hann sem ég held ég hafi ekki lesið áður; á ensku nefnist hún The Modesty of History (á spænsku El pudor de la historia) en ég veit ekki til þess að hún hafi verið þýdd á íslensku. Íslendingar koma hins vegar við sögu í þessari ágætu ritgerð sem fjallar um söguna og hvernig helstu viðburðir sögunnar eru mun smærri í sniðum en margir kynnu að halda. Hér er ágætis bútur úr ritgerðinni (þ.e. enska þýðingin): “I have suspected that history, real history, is more modest and that its essential dates may be, for a long time, secret. A Chinese prose writer has observed that the unicorn, because of its own anomaly, will pass unnoticed. Our eyes see what they are accustomed to seeing. Tacitus did not perceive the Crucifixion, although his book recorded it.”(KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s