Af netinu, 24. maí 2019

Það er orðið býsna vinsælt að hata bandaríska myndlistarmanninn Jeff Koons. Hér er ágæt grein honum til varnar.

Það virðist vera ráðlegt að fjárfesta í góðum listaverkum eftir konur. Samkvæmt þessari rannsókn eru konur markvisst undirverðlagðar á listmarkaðnum.

Fyrir um 50 árum síðan hurfu 180.000 hvalir af yfirborði jarðar. Kristján Loftsson var orðinn nógu gamall til að standa á bak við þetta skrítna mál leiðir en þessi forvitnilega grein leiðir í ljós að hann kom þar hvergi nálægt.

Skemmtileg grein um Mozart.

Hvernig á maður að gera erfiða hluti? Hér er góð nálgun.

Dyggir lesendur Leslistans vita að ég hef bara fjögur áhugamál (fjölskyldan mín telst ekki með sem áhugamál ef einhver var að pæla í því): myndlist, bækur, viðskipti og njósnir. Fannst gaman að lesa þennan ágæta lista yfir fimm bestu bækurnar um njósnir.

Við minntust á grein um daginn þar sem lausapenni kvartaði yfir því hversu erfitt það er að lifa á skrifum í tímarit. Hér er grein sem fer yfir þá sem græða mikinn pening á tímaritaskrifum.

Hér er fín grein sem fjallar um af hverju það skiptir máli hvernig við segjum hlutina.

Hér er árlegur listi Bill Gates fyrir bækur sem hann mælir með fyrir sumarfríið. (KF.)

Ég rakst á þessa yndislegu grein um lunda á Vísindavefnum. Ég vildi óska að til væru jafn yfirgripsmiklar og vel skrifaðar greinar um allt milli himins og jarðar á netinu – á íslensku.

Var Susan Sontag skrímsli?

Minnið er eldsneyti ímyndunaraflsins, og þar með skáldskaparins. Hér er grein sem fjallar einnig um minnisgáfu – en ekki reyndar manna heldur ísbreiðunnar. (SN.)


Fyrir augu og eyru:

The Intercept nefnist óháður fjölmiðill sem leggur sig í líma um að sinna dýpri rannsóknarblaðamennsku en flestir smáir fjölmiðlar hafa tök á að gera í dag. Hlaðvarpið þeirra nefnist Intercepted og ætti að falla þeim sem hafa ótæmandi áhuga á bandarískri pólitík, heimsmálum, Trump og samsæriskenningum prýðilega í geð. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s