Af netinu, 17. maí 2019

Það er gott að vera klár – bara ekki of klár. Afburðagreind börn eiga oftar en ekki erfitt uppdráttar. Ákjósanleg er greindarvísitala er á bilinu 125-155 en fari maður mikið fyrir ofan það er hætt við að maður skeri sig um of úr, þyki vera furðufugl og eigi fyrir vikið undir högg að sækja félagslega. Hér má lesa um bölvun séníanna.

Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, vakti á dögunum mikla athygli fyrir grein sem hann birti í The New York Times. Þar heldur Hughes því fram að stærð og drottnun Facebook á sviði samfélagsmiðla – og mundu að Instagam og WhatsApp heyra undir Facebook – brjóti gegn lýðræðislegum hefðum í bandarísku samfélagi. Hann kveður Mark Zuckerberg orðinn alltof valdamikinn og telur að bandarísk stjórnvöld ættu að leysa fyrirtækið upp í smærri einingar.

Atli Bollason skrifaði grein um Ísrael, Palestínu og Hatara.

Tímarit Máls & Menningar hefur stofnað nýja vefsíðu. (SN.)

Ég hef verið að hugsa um þessa grein mjög mikið alla vikuna. Hún fjallar um hvernig (óskálduðum) bókum og fyrirlestrum mistekst oftast ætlunarverk sitt – að fræða lesendur/áheyrendur.

Hvernig hefur þessari konu tekist að skrifa 179 bækur á meðan hún hefur eignast níu börn?

Mjög djúp grein um hvernig hlutir breiðast út í gegnum net (e. network – erfitt að þýða þessi hugtök almennilega á íslensku). Hún er líka skemmtilega framsett – gagnvirk og fræðandi.

Þetta er besta grein um rusl sem ég hef lesið í langan tíma. (KF.)


Fyrir augu og eyru:

Fílaði þennan þátt með tónlistarkonunni Cat Power í Song Exploder-hlaðvarpinu. Hún er eitthvað svo svakalega mikill listamaður (á mjög heillandi hátt) og nær að tala um lagasmíðar á dýpri hátt en gengur og gerist. Hér kryfur hún tilurð eins síns þekktasta lags, „Woman“.

Virkilega fínt viðtal við myndlistarmanninn Mark Bradford í 60 mínútum. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s