Bækur, 10. maí 2019

Hef verið að lesa bókina The Great Reframing eftir listmarkaðsbloggarann Tim Schneider síðustu daga. Bókin fjallar um þau áhrif sem tæknibreytingar hafa á listmarkaðinn og er í senn gott yfirlit fyrir þá sem hafa áhuga á myndlist og þá sem hafa áhuga á tækni. Mér finnst hann líka varpa ansi góðu ljósi á stöðu listmarkaðarins í dag. Kjarni bókarinnar fjallar um þá þversögn að tækniframfarir síðustu ára hafa það markmið að gera allt eins aðgengilegt og gegnsætt og mögulegt er á meðan listmarkaðurinn er í eðli sínu eins ógagnsær og óaðgengilegur og hugsast getur. Þegar þessir heimar koma saman gerist óhjákvæmilega eitthvað furðulegt. Hér er góð athugasemd um þennan forvitnilega bransa:
“As the iconic postwar gallerist Leo Castelli explained in 1966:   Why should anyone want to buy a Cézanne for $800,000? What’s a little Cézanne house in the middle of a landscape? Why should it have value? Because it’s a myth. We make myths about politics, we make myths about everything. I have to deal with myths from 10 a.m. to 6 p.m. every day… My responsibility is the myth-making of myth material—which handled properly and imaginatively, is the job of a dealer—and I have to go at it completely. One just can’t prudently build up a myth.” (KF.)


Óskalistinn:

Dyr opnast, kímerubók eftir Hermann Stefánsson, er komin út. Hér má lesa stutt viðtal við höfundinn. (SN.)

Socrates in Love er titill sem myndi líklega aldrei vekja áhuga minn ef ekki væri fyrir það eitt að Nassim Taleb, uppáhalds hugsuðurinn minn, mældi með þessari nýútkomnu bók á Twitter um daginn. Svo þegar ég kynni mér hana nánar þá sé ég að hún er býsna áhugaverð. Í stuttu máli fjallar hún Sókrates og uppruna hans.

Miðstöð íslenskra bókmennta tilkynnti á dögunum úthlutun þýðingarstyrkja. Margar spennandi bækur væntanlegar á þeim lista. (KF.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s