Af netinu, 4. janúar 2019

Hér er listi sem Literary Hub tók saman um þær bækur sem höfundar þessa ágæta miðils bíða hvað spenntastir eftir á nýju ári.

Þessi grein geymir frábæra hugleiðingu um „bók framtíðarinnar“ og hvernig bækur hafa þróast í allt aðra átt en menn höfðu spáð fyrir um. Framtíðin er ekki endilega fólgin í rafbókum eða flóknum rafrænum framsetningum á rituðu máli heldur er hún fólgin í auðveldari útgáfu bóka í krafti internetsins. Höfundur greinarinnar lýsir þessu töluvert betur – hvet alla til að lesa.

Skemmtileg áramótahugleiðing frá George Dyson um hina „hliðrænu framtíð“. Svolítið flókið en vel lestursins virði. Hér er ágætur bútur úr greininni:
„The next revolution will be the ascent of analog systems over which the dominion of digital programming comes to an end. Nature’s answer to those who sought to control nature through programmable machines is to allow us to build machines whose nature is beyond programmable control.“

Bandaríski blaðamaðurinn David Brooks velur árlega úrval greina sem hann telur vera þær bestu á liðnu ári. Hér er samantekt hans fyrir árið 2018 en þar er að finna nokkrar greinar sem hafa ratað í Leslistann á árinu.

Nassim Taleb, vinur okkar, hefur oft skrifað um greindarvísitöluna og hversu lélegur mælikvarði slíkar mælingar eru á raunverulegar gáfur. Hann tók þetta saman í ágætri grein sem hann birti á Medium síðu sinni á dögunum.

Flott grein í London Review of Books um skoðanir ýmissa Evrópubúa á Brexit. Mun áhugaverðari skrif en kann að virðast við fyrstu sýn.

Hér er djúp og forvitnileg grein um framfaratrúna sem oft hefur verið til umræðu á þessum vettvangi.

Evan Spiegel, forstjóri Snapchat, ræddi nýlega við blaðamann Financial Times um stöðu og stefnu þessa sveiflukennda samfélagsmiðils.

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, skrifar hér góða hugleiðingu í áramótablaði Viðskiptablaðsins um spádómsgáfu greiningaraðila. (KF.)

Ég er með sólsting í Mexíkó og hef ekkert verið á internetinu í vikunni. Kem hins vegar tvíefldur til leiks hér að neðan. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s